Niðurrif, já takk

I guðanna bænum, fífum eða flytjum þessa gömlu bárujárnshrúgur og komum miðbænum okkar í aðeins skemmtilegri og svona meira fyrir augað. Þetta er ljótasti miðbær í Evrópu, af hverju erum við að þessari afturhaldsstefnu, hvers vegna búum við ekki bara áfram í torfhúsunum okkar.
Burt með þetta.
mbl.is Vilja bjarga Skuggahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voru þessi hús ekki byggð í einhverju hallæri til bráðabirgða?

Stefán J (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 17:33

2 identicon

afhverju byggið þið ekki bara nýjan miðbæ annarstaðar í staðinn fyrir að rífa hvert einasta hús í núverandi miðbæ ?

Palli (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 18:16

3 identicon

þú bersýnilega býrð ekki í miðbænum. hvernig þætti þér að svona væri komið fram við þitt nánasta umhverfi?

sigrún (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 19:08

4 identicon

Konan mín vinnur í ferðaþjónustubransanum. Hún er að markaðsetja Ísland fyrir útlendinga og allir þeir sem hingað koma dásama þá hluta bæjarins þar sem gömlu húsin hafa fengið að halda sér.

Þessi ömurlega stefna sem verið hefur þarf að víkja eins og svo margt annað glatað sem Sjálfstæðismenn bera ábyrgð á.

Már (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 13:03

5 identicon

Heyrðu. Af hverju kemurðu fram undir nafnleynd? Hefurðu eitthvað að fela special1. Ertu kannski svona special? Ég verð að segja að nýju húsin við Lindargötu ætti að rífa þegar í stað. Þau passa ekki þarna inn. Annað hef ég að segja um gömlu húsin. Eitt að lokum: Reyndu svo að vera smá málefnalegur!

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 13:59

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Kæri Special.

Byrjaðu á því að kynna þér sögu borgarinnar áður en þú kemur með svona trénaðar skoðanir.

Gömlu húsin er fallegust húsin í borginni - nema auðvitað þau sem er búið að eyðileggja með vanhirðu. Oft gert vísvitandi af verktökum og bröskurum.

Það er ekki nóg með að sjálfumglaðir fjárglæframenn hafi eyðilagt efnahagsumhverfi þjóðarinnar. Þeir voru einnig stórtækir í því að eyðileggja umhverfi okkar í borginni. Allsstaðar blasa við hálfbyggð hús og yfirgefin. Mörg þessara gömlu húsa gætu verið borgarprýði ef auraaparnir hefðu ekki læst klónum í þau - til þess að eyðilegga þau og byggja sínar hroðalegu skýjaborgir sem stinga í stúf við umhverfið. Og eyðileggja það til frambúðar.

Mál að linni.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.4.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband